Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2018 06:30 Ströng gæsla er við landamæri Ungverjalands við Serbíu. Hér sést hermaður við girðinguna. Nordicphotos/AFP Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira