Styrking löggæslunnar Sigríður Á. Andersen skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun