Metfjöldi greinst með mislinga í Evrópu það sem af er ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Fréttablaðið/Stefán Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent