Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. september 2018 10:58 Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami. WOW Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. Í samtali við fréttastofu Bloomberg segir Skúli að útboðinu hafi verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum, en á föstudag sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gefi tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, muni nást. Það sé þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla. Í umfjöllun Bloomberg er þess jafnframt getið að íslensk stjórvöld fylgist grannt með rekstri félagsins. Skúli minnist jafnframt á það sem fram kom í Markaðnum á miðvikudag; þó svo að gert sé ráð fyrir taprekstri hjá WOW á þessu ári er áætlað að viðsnúningur verði í rekstrinum á næsta ári og að flugfélagið muni hagnast um 17 milljónir dala árið 2019. Í frétt Markaðarins á miðvikudag var þess jafnframt getið að fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé þegar félagið verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna. Þeir sem kjósa að nýta kaupréttinn, sem verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára, innan 24 mánaða frá útgáfu skuldabréfanna munu fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nýti fjárfestar kaupréttinn síðar – meira en 24 mánuðum eftir útgáfu skuldabréfanna – fá þeir 25 prósenta afslátt af skráningargenginu. Nánar í frétt Markaðarins: Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00 Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30 Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. Í samtali við fréttastofu Bloomberg segir Skúli að útboðinu hafi verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum, en á föstudag sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gefi tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, muni nást. Það sé þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla. Í umfjöllun Bloomberg er þess jafnframt getið að íslensk stjórvöld fylgist grannt með rekstri félagsins. Skúli minnist jafnframt á það sem fram kom í Markaðnum á miðvikudag; þó svo að gert sé ráð fyrir taprekstri hjá WOW á þessu ári er áætlað að viðsnúningur verði í rekstrinum á næsta ári og að flugfélagið muni hagnast um 17 milljónir dala árið 2019. Í frétt Markaðarins á miðvikudag var þess jafnframt getið að fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé þegar félagið verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna. Þeir sem kjósa að nýta kaupréttinn, sem verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára, innan 24 mánaða frá útgáfu skuldabréfanna munu fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nýti fjárfestar kaupréttinn síðar – meira en 24 mánuðum eftir útgáfu skuldabréfanna – fá þeir 25 prósenta afslátt af skráningargenginu. Nánar í frétt Markaðarins: Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00 Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30 Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00
Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30
Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00