Áætla að vélmenni búi til fleiri störf en þau ryðja úr vegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 12:07 Mikil tilfærsla mun eiga sér stað á vinnumarkaði á komandi árum. vísir/getty Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér. Nýsköpun Tækni Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira