Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 18:45 Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22