Pipar\TBWA og The Engine sameinast Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 14:22 Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Aðsend Auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Pipar\TBWA hefur sameinast The Engine. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum að stofnandi The Engine, Kristján Már Hauksson, muni starfa áfram með nýjum eigendum og mun hann eignast hlut í sameinuðu félagi. Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins en The Engine sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir í tilkynningunni að sameining fyrirtækjanna sé þannig í takti við markmið auglýsingastofunnar um að „styrkja félagið enn frekar á sviði netmarkaðssetningar og bæta við sig þekkingu og reynslu til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar eins víðtæka þjónustu og mögulegt er.“ „Eftirspurnin eftir alhliða netmarkaðssetningu eykst sífellt, en að sama skapi breytist landslagið ört og krefst aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar. Með sameiningunni við The Engine verðum við enn betur í stakk búin til þess að sinna fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis,“ segir Guðmundur. Í tilkynningunni segir einnig að Kristján hafi reynslu af reynslu af netmarkaðssetningu, haldið námskeið og skrifað bækur. „Undir hans stjórn hefur The Engine náð fótfestu á erlendum mörkuðum og unnið með viðskiptavinum, m.a. Destination Canada, Domino’s-pizzukeðjunni á Norðurlöndum, fjármálarisanum Santander og símafyrirtækjunum Vodafone IoT og Sonotel,“ segir í tilkynningunni. The Engine er að sama skapi sagt hafa aðstoðað íslensk fyrirtæki við að koma vörum og þjónustu á framfæri á erlendum mörkuðum með sérhönnuðum herferðum. „Við erum einstaklega spennt yfir því að verða hluti af Pipar\TBWA. Í því felast margþætt tækifæri til vaxtar og samlegðaráhrif eru töluverð,“ segir Kristján Már. Sjö manns starfa hjá The Engine og mun hluti þeirra starfsmanna flytjast yfir til Pipars\TBWA á næstu dögum. Aðrir starfmenn fyrirtækisins eru staðsettir erlendis. Vistaskipti Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Pipar\TBWA hefur sameinast The Engine. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum að stofnandi The Engine, Kristján Már Hauksson, muni starfa áfram með nýjum eigendum og mun hann eignast hlut í sameinuðu félagi. Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins en The Engine sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir í tilkynningunni að sameining fyrirtækjanna sé þannig í takti við markmið auglýsingastofunnar um að „styrkja félagið enn frekar á sviði netmarkaðssetningar og bæta við sig þekkingu og reynslu til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar eins víðtæka þjónustu og mögulegt er.“ „Eftirspurnin eftir alhliða netmarkaðssetningu eykst sífellt, en að sama skapi breytist landslagið ört og krefst aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar. Með sameiningunni við The Engine verðum við enn betur í stakk búin til þess að sinna fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis,“ segir Guðmundur. Í tilkynningunni segir einnig að Kristján hafi reynslu af reynslu af netmarkaðssetningu, haldið námskeið og skrifað bækur. „Undir hans stjórn hefur The Engine náð fótfestu á erlendum mörkuðum og unnið með viðskiptavinum, m.a. Destination Canada, Domino’s-pizzukeðjunni á Norðurlöndum, fjármálarisanum Santander og símafyrirtækjunum Vodafone IoT og Sonotel,“ segir í tilkynningunni. The Engine er að sama skapi sagt hafa aðstoðað íslensk fyrirtæki við að koma vörum og þjónustu á framfæri á erlendum mörkuðum með sérhönnuðum herferðum. „Við erum einstaklega spennt yfir því að verða hluti af Pipar\TBWA. Í því felast margþætt tækifæri til vaxtar og samlegðaráhrif eru töluverð,“ segir Kristján Már. Sjö manns starfa hjá The Engine og mun hluti þeirra starfsmanna flytjast yfir til Pipars\TBWA á næstu dögum. Aðrir starfmenn fyrirtækisins eru staðsettir erlendis.
Vistaskipti Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira