Kærastinn með hýra augað úrskurðaður karlrembulegur í Svíþjóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 08:34 Myndin hefur orðið nær óþrjótandi uppspretta gríns á Internetinu. Vísir Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda. Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda.
Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira