Birkir Hólm ráðinn forstjóri Samskipa Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 14:18 Birkir Hólm Guðnason. Stjórn Samskipa hefur ráðið Birki Hólm Guðnason sem forstjóra Samskipa hf. Áður starfaði Birkir í 18 ár hjá Icelandair, þar af 6 ár á erlendum mörkuðum, en hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2008. Fram kemur í tilkynningu frá Samskipum að Pálmar Óli Magnússon hafi látið af störfum að eigin ósk. Hann verður viðloðandi félagið við innleiðingu nýs siglingakerfis Samskipa auk þess að vera Birki innan handar á meðan hann kemur sér fyrir í nýju starfi. „Við höfum nýlega kynnt nýtt siglingakerfi til að sinna íslenska markaðnum enn betur. Með breytingunum stóraukum við flutningsgetu félagsins, bætum áreiðanleika þjónustunnar og eflum. Við ætlum okkur að spila öflugan sóknarbolta og auka markaðshlutdeild Samskipa. Pálmari erum við þakklát fyrir samstarfið síðastliðin ár og fyrir framlag hans til félagsins. Birki býð ég jafnframt velkominn. Ég þekki hann vel og veit að við erum heppin að fá hann með okkur í lið,“ er haft eftir Ásbirni Gíslasyni, nýjum stjórnarformanni Samskipa hf., í tilkynningunni. Birkir segir í tilkynningunni að um spennandi tækifæri sé að ræða. „Ég hef mikla reynslu af rekstrarumhverfi fyrirtækis sem starfar á alþjóðlegum markaði og fyrir mér eru sömu lögmál að verki í rekstri þessara fyrirtækja. Annars vegar erum við að tala um siglingakerfi og hins vegar leiðakerfi. Vinnan snýst að miklu leyti um að veita góða þjónustu, áreiðanleika og aðgengileika á hagkvæman máta og þar sé ég spennandi tækifæri fyrir okkar viðskiptavini. „Together we make things happen,“ er slagorð Samskipa og ég finn mig vel í því og hlakka til samstarfsins. Með bakland í stóru alþjóðlegu fyrirtæki höfum við allt sem þarf til að sækja fram af miklu afli og það verður spennandi að vera hluti af þeim vexti.“ Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Stjórn Samskipa hefur ráðið Birki Hólm Guðnason sem forstjóra Samskipa hf. Áður starfaði Birkir í 18 ár hjá Icelandair, þar af 6 ár á erlendum mörkuðum, en hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2008. Fram kemur í tilkynningu frá Samskipum að Pálmar Óli Magnússon hafi látið af störfum að eigin ósk. Hann verður viðloðandi félagið við innleiðingu nýs siglingakerfis Samskipa auk þess að vera Birki innan handar á meðan hann kemur sér fyrir í nýju starfi. „Við höfum nýlega kynnt nýtt siglingakerfi til að sinna íslenska markaðnum enn betur. Með breytingunum stóraukum við flutningsgetu félagsins, bætum áreiðanleika þjónustunnar og eflum. Við ætlum okkur að spila öflugan sóknarbolta og auka markaðshlutdeild Samskipa. Pálmari erum við þakklát fyrir samstarfið síðastliðin ár og fyrir framlag hans til félagsins. Birki býð ég jafnframt velkominn. Ég þekki hann vel og veit að við erum heppin að fá hann með okkur í lið,“ er haft eftir Ásbirni Gíslasyni, nýjum stjórnarformanni Samskipa hf., í tilkynningunni. Birkir segir í tilkynningunni að um spennandi tækifæri sé að ræða. „Ég hef mikla reynslu af rekstrarumhverfi fyrirtækis sem starfar á alþjóðlegum markaði og fyrir mér eru sömu lögmál að verki í rekstri þessara fyrirtækja. Annars vegar erum við að tala um siglingakerfi og hins vegar leiðakerfi. Vinnan snýst að miklu leyti um að veita góða þjónustu, áreiðanleika og aðgengileika á hagkvæman máta og þar sé ég spennandi tækifæri fyrir okkar viðskiptavini. „Together we make things happen,“ er slagorð Samskipa og ég finn mig vel í því og hlakka til samstarfsins. Með bakland í stóru alþjóðlegu fyrirtæki höfum við allt sem þarf til að sækja fram af miklu afli og það verður spennandi að vera hluti af þeim vexti.“
Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira