Markaðssetning á Þorlákshöfn geti lækkað vöruverð Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 09:45 Þingmennirnir benda á að sigling til Þorlákshafnar stytti siglingaleiðina til Evrópu um næstum sólarhring. Vísir Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46