Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði? Tryggvi Ásmundsson skrifar 20. september 2018 08:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun