Flunkuný Nintendo Switch á leiðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 08:00 Mario Odyssey er einn vinsælasti leikurinn á Switch. Nordicphotos/Getty Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira