Starfsmenn ósáttir við launahækkun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:00 Starfsmaður í einu af vöruhúsum Amazon á Bretlandi. Nordicphotos/Getty Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Sjá meira
Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Sjá meira