Annað evrópskt lággjaldaflugfélag í þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 11:58 Cobalt hefur séð um flutninga til og frá Kýpur. Vísir/getty Kýpverska lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. Flugfélagið, sem hafði flogið til og frá Kýpur frá árinu 2016, er á vef breska ríkisútvarpsins sagt gjaldþrota eftir að viðræður við mögulega fjárfesta fóru út um þúfur. Ekki er vitað hvað gjaldþrot flugfélagsins hefur áhrif á marga farþega en alls aflýsti Cobalt 18 flugferðum; níu til Larnaca-flugvallar á Kýpur og níu flugferðum frá vellinum. Alls flaug Cobalt til 23 áfangastaða í Evrópu auk þess sem það flaug til Austurlanda nær. Samgönguráðherra Kýpur greindi frá því í morgun að ríkisstjórn landsins myndi greiða flugmiða fyrir farþega Cobalt, séu þeir strandaglópar vegna gjaldþrots flugfélagsins. Framtíð allra 200 starfsmanna Cobalt er sögð óljós á þessari stundu. Flugfélagið segist hafa flutt rúmlega 740 þúsund farþega á þeim 16 mánuðum sem Cobalt var starfrækt. Breska ríkisútvarpinu þykir ekki mikið til þess koma og segir í samanburði að stærsta flugfélag Evrópu, Lufthansa, hafi flutt um 130 milljón farþega á síðasta ári. Þá flutti hið íslenska WOW Air 413 þúsund farþega bara í ágúst síðastliðnum. Icelandair hefur á síðustu mánuðum verið að flytja rúmlega 500 þúsund manns á mánuði á milli áfangastaða. Þetta er annað evrópska lággjaldaflugfélagið sem leggur upp laupana á síðustu vikum. Í upphafi mánaðarins var greint frá því að hið íslensk-ættaða Primera Air hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og þá er rétt rúmt ár síðan að hið breska Monarch Airlines fór í þrot. WOW Air hefur að sama skapi barist í bökkum á undanförnum mánuðum, eins og ítarlega hefur verið greint frá. Fréttir af flugi Kýpur Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Kýpverska lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. Flugfélagið, sem hafði flogið til og frá Kýpur frá árinu 2016, er á vef breska ríkisútvarpsins sagt gjaldþrota eftir að viðræður við mögulega fjárfesta fóru út um þúfur. Ekki er vitað hvað gjaldþrot flugfélagsins hefur áhrif á marga farþega en alls aflýsti Cobalt 18 flugferðum; níu til Larnaca-flugvallar á Kýpur og níu flugferðum frá vellinum. Alls flaug Cobalt til 23 áfangastaða í Evrópu auk þess sem það flaug til Austurlanda nær. Samgönguráðherra Kýpur greindi frá því í morgun að ríkisstjórn landsins myndi greiða flugmiða fyrir farþega Cobalt, séu þeir strandaglópar vegna gjaldþrots flugfélagsins. Framtíð allra 200 starfsmanna Cobalt er sögð óljós á þessari stundu. Flugfélagið segist hafa flutt rúmlega 740 þúsund farþega á þeim 16 mánuðum sem Cobalt var starfrækt. Breska ríkisútvarpinu þykir ekki mikið til þess koma og segir í samanburði að stærsta flugfélag Evrópu, Lufthansa, hafi flutt um 130 milljón farþega á síðasta ári. Þá flutti hið íslenska WOW Air 413 þúsund farþega bara í ágúst síðastliðnum. Icelandair hefur á síðustu mánuðum verið að flytja rúmlega 500 þúsund manns á mánuði á milli áfangastaða. Þetta er annað evrópska lággjaldaflugfélagið sem leggur upp laupana á síðustu vikum. Í upphafi mánaðarins var greint frá því að hið íslensk-ættaða Primera Air hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og þá er rétt rúmt ár síðan að hið breska Monarch Airlines fór í þrot. WOW Air hefur að sama skapi barist í bökkum á undanförnum mánuðum, eins og ítarlega hefur verið greint frá.
Fréttir af flugi Kýpur Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30