Stýrivextir hækka, krónan veikist og atvinnuleysi eykst Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2018 15:25 Rekstrarörðugleikar í ferðaþjónustunni spila rullu í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka. Stöð 2/Arnar Halldórsson Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira