Fótbolti

Neymar: Ronaldo er skrímsli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo og Neymar hafa háð marga baráttuna á vellinum
Ronaldo og Neymar hafa háð marga baráttuna á vellinum Vísir/Getty
Neymar og Stephen Curry sátu fyrir svörum hjá The Players Tribune og fóru þar um víðan völl. Meðal annars var rætt um hvernig það er að spila við þá bestu í heimi.

„Ég spilaði með Messi og hann er fyrir mér einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neymar. Hann og Messi voru samherjar hjá Barcelona í fjögur ár.

„Hann er mitt átrúnaðargoð í fótboltanum. Ég lærði af honum á hverjum degi, á æfingum, í leikjum og bara af því að horfa á hann spila. Það gerði mig að betri leikmanni.“

„Hvað Cristiano Ronaldo varðar, hann er skrímsli.“

„Að mæta honum er heiður og ánægja, en þú þarft að vera viðbúinn. Hann er einn sá besti í heiminum svo þú verður betri á því að mæta honum.“

„Þeir tveir, þeir láta mann vilja læra, verða betri, vinna, fá fleiri verðlaunagripi, skora fleiri mörk,“ sagði Neymar.

Stephen Curry tók í sama streng þegar hann ræddi það að mæta LeBron James.

„Þegar þú mætir frábærum lekmönnum þá vilt þú elta þá. Þú vilt verða frábær því þú sérð frábærleikann fyrir framan þig.“



Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að neðan þar sem þeir félagar ræða meðal annars börnin sín, fyndnustu samherjana, hvernig er að spila í úrslitaleikjum og margt fleira. Enskur texti fæst með því að smella á CC hnappinn í myndbandinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×