Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Gissur Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2018 14:31 Eftirspurn eftir olíu er alla jafna minni á þessum tíma árs og því væri það fjarstæðukennt ef það myndi skila sér í lægra olíuverði. Vísir/Vilhelm Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. Áþekk lækkun hefur orð bæði vestanhafs og austan, en hversu mikið hefur olían lækkað? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bilfreiðaeigenda: „Brent-hráolían hefur lækkað um 17 prósent það sem af er mánuðinum. Á móti kemur að gengi íslensku krónunnar hefur fallið á þessu sama tímabili gagnvart bandaríkjadal.“Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tregðu til verðlækkana hér á landi til marks um að íslenskir bifreiðaeigendur búa enn við fákeppni á eldsneytismarkaði.Vísir/BjörnRunólfur segir að verðlækkana á olíu hafi gætt í Danmörku að undanförnu, sem nema um 6 til 7 íslenskum krónum á hvern lítra. Hins vegar hafa ekki sést neinar breytingar á olíuverði hér á landi ennþá. Þó erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um það segir Runólfur að sérfræðingar telji jafnvel að lækkun síðustu daga kunni að vera nokkuð varanleg vegna birgðasöfnunar. „Við skulum alla vega vona að þetta sé komið til að vera,“ segir Runólfur. Greiningaraðilar höfðu spáð að olíuverð myndi hækka á næstu misserum, ekki síst vegna þvingunaraðgerða sem til eru komnar vegna deilna Bandaríkjanna og Írans. „En svo virðist vera sem staðan á þessum stóru mörkuðum sé betri en menn áttu von á, þannig að það kemur á móti.“ Runólfur útilokar ekki að olíuverð kunni að lækka meira, ekki síst á næstu vikum þegar alla jafna er minni eftirspurn eftir olíu. Hann segist ekki skilja hvernig olíufyrirtæki hér á landi, sem telji sig vera í samkeppni, sjái ekki sóknarfæri nú þegar olíuverð hefur lækkað „til að brýna járnin,“ eins og Runólfur kemst að orði. „En þetta sýnir okkur að við búum við fákeppni líkt og áður hefur verið.“ Bensín og olía Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. Áþekk lækkun hefur orð bæði vestanhafs og austan, en hversu mikið hefur olían lækkað? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bilfreiðaeigenda: „Brent-hráolían hefur lækkað um 17 prósent það sem af er mánuðinum. Á móti kemur að gengi íslensku krónunnar hefur fallið á þessu sama tímabili gagnvart bandaríkjadal.“Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tregðu til verðlækkana hér á landi til marks um að íslenskir bifreiðaeigendur búa enn við fákeppni á eldsneytismarkaði.Vísir/BjörnRunólfur segir að verðlækkana á olíu hafi gætt í Danmörku að undanförnu, sem nema um 6 til 7 íslenskum krónum á hvern lítra. Hins vegar hafa ekki sést neinar breytingar á olíuverði hér á landi ennþá. Þó erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um það segir Runólfur að sérfræðingar telji jafnvel að lækkun síðustu daga kunni að vera nokkuð varanleg vegna birgðasöfnunar. „Við skulum alla vega vona að þetta sé komið til að vera,“ segir Runólfur. Greiningaraðilar höfðu spáð að olíuverð myndi hækka á næstu misserum, ekki síst vegna þvingunaraðgerða sem til eru komnar vegna deilna Bandaríkjanna og Írans. „En svo virðist vera sem staðan á þessum stóru mörkuðum sé betri en menn áttu von á, þannig að það kemur á móti.“ Runólfur útilokar ekki að olíuverð kunni að lækka meira, ekki síst á næstu vikum þegar alla jafna er minni eftirspurn eftir olíu. Hann segist ekki skilja hvernig olíufyrirtæki hér á landi, sem telji sig vera í samkeppni, sjái ekki sóknarfæri nú þegar olíuverð hefur lækkað „til að brýna járnin,“ eins og Runólfur kemst að orði. „En þetta sýnir okkur að við búum við fákeppni líkt og áður hefur verið.“
Bensín og olía Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira