Notendur fá tíu mínútur til að þurrka út skilaboðin sem þeir sjá eftir að hafa sent Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 19:24 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Getty/David Paul Morris Samfélagsmiðillinn Facebook hyggst bjóða notendum sínum upp á nýjan möguleika í skilaboðasendingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Notendur munu fljótlega geta þurrkað út skilaboð á Facebook Messenger sem þeir sjá eftir að hafa sent. Tilkynning um viðbótina var birt í kynningu fyrir nýja uppfærslu á samskiptaforriti Facebook, Messenger. „Á döfinni: Fjarlægðu skilaboð úr spjallþræði eftir að þau hafa verið send. Ef þú sendir óvart ranga mynd, rangar upplýsingar eða sendir skilaboðin í rangan þráð, geturðu auðveldlega leiðrétt mistökin með því að fjarlægja skilaboðin innan tíu mínútna frá sendingu,“ segir í tilkynningunni. Hingað til hafa notendur getað eytt skilaboðum sem þeir senda á Messenger en skilaboðin þurrkast þó aðeins út þeirra megin. Þetta er því í fyrsta skipti sem boðið er upp á að fjarlægja skilaboð áður en notandinn á hinni línunni sér þau. Þannig munu margir eflaust sjá not fyrir hinn nýja möguleika, sem kemur sér eflaust vel þegar eitthvað er sent í óðagoti – eða jafnvel ölæði. Sjálfur hefur Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, notast við sambærilega viðbót í skilaboðasendingum sínum. Hann var harðlega gagnrýndur á dögunum eftir að upp komst að Facebook hafði eytt margra ára gömlum skilaboðum sem hann hafði sent öðrum notendum. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Vafasamt að spjalla um hvað sem er Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skilaboðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum. 25. október 2018 09:00 Facebook og Twitter loka áróðurssíðum Lokanirnar eru sagðar liður í herferð miðlanna gegn falsfréttum og dreifingu villandi upplýsinga. 22. ágúst 2018 07:55 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook hyggst bjóða notendum sínum upp á nýjan möguleika í skilaboðasendingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Notendur munu fljótlega geta þurrkað út skilaboð á Facebook Messenger sem þeir sjá eftir að hafa sent. Tilkynning um viðbótina var birt í kynningu fyrir nýja uppfærslu á samskiptaforriti Facebook, Messenger. „Á döfinni: Fjarlægðu skilaboð úr spjallþræði eftir að þau hafa verið send. Ef þú sendir óvart ranga mynd, rangar upplýsingar eða sendir skilaboðin í rangan þráð, geturðu auðveldlega leiðrétt mistökin með því að fjarlægja skilaboðin innan tíu mínútna frá sendingu,“ segir í tilkynningunni. Hingað til hafa notendur getað eytt skilaboðum sem þeir senda á Messenger en skilaboðin þurrkast þó aðeins út þeirra megin. Þetta er því í fyrsta skipti sem boðið er upp á að fjarlægja skilaboð áður en notandinn á hinni línunni sér þau. Þannig munu margir eflaust sjá not fyrir hinn nýja möguleika, sem kemur sér eflaust vel þegar eitthvað er sent í óðagoti – eða jafnvel ölæði. Sjálfur hefur Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, notast við sambærilega viðbót í skilaboðasendingum sínum. Hann var harðlega gagnrýndur á dögunum eftir að upp komst að Facebook hafði eytt margra ára gömlum skilaboðum sem hann hafði sent öðrum notendum.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Vafasamt að spjalla um hvað sem er Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skilaboðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum. 25. október 2018 09:00 Facebook og Twitter loka áróðurssíðum Lokanirnar eru sagðar liður í herferð miðlanna gegn falsfréttum og dreifingu villandi upplýsinga. 22. ágúst 2018 07:55 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vafasamt að spjalla um hvað sem er Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skilaboðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum. 25. október 2018 09:00
Facebook og Twitter loka áróðurssíðum Lokanirnar eru sagðar liður í herferð miðlanna gegn falsfréttum og dreifingu villandi upplýsinga. 22. ágúst 2018 07:55