Áfram tapar Uber Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 09:38 Taprekstur Uber heldur áfram. Vísir/Getty Deilibílafyrirtækið Uber tapaði rúmlega milljarði bandaríkjadala, næstum 130 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þrýstingurinn á að fyrirtækið fari að skila eigendum sínum hagnaði eykst hratt, enda fyrirhugað að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Þrátt fyrir að tap fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi sé um 27% meira en á sama tímabili í fyrra segja forsvarsmenn Uber að ýmis jákvæð teikn séu á lofti. Tekjur fyrirtæksins jukust um 5% á milli fjórðunga og þá hækkaði heildarfjárhæð bókana um 6% á tímabilinu. Er nú svo komið að Uber er metið á 72 milljarða bandaríkjadala, sem gerir það eitt að verðmætustu einkafyrirtækjum í heimi. Því er haft eftir fjármálastjóra Uber, Nelson Chai, í yfirlýsingu sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins að síðasti ársfjórðungur hafi verið góður. Uber muni á komandi misserum leggja áherslu á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum fyrirtæksins; eins og vöruflutningi, matarsendingar og fjölgun rafhjóla. Þá horfi Uber í auknum mæli til Austurlanda nær og Indlands, þar sem reynt verður að festa „yfirburðastöðu“ fyrirtækisins betur í sessi. Sem fyrr segir er stefnt á að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Hinn japanski Softbank er sagður ætla að annast skráninguna, sem fyrir vikið fékk 15% eignarhlut í fyrirtækinu að launum. Samgöngur Tengdar fréttir Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52 Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Deilibílafyrirtækið Uber tapaði rúmlega milljarði bandaríkjadala, næstum 130 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þrýstingurinn á að fyrirtækið fari að skila eigendum sínum hagnaði eykst hratt, enda fyrirhugað að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Þrátt fyrir að tap fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi sé um 27% meira en á sama tímabili í fyrra segja forsvarsmenn Uber að ýmis jákvæð teikn séu á lofti. Tekjur fyrirtæksins jukust um 5% á milli fjórðunga og þá hækkaði heildarfjárhæð bókana um 6% á tímabilinu. Er nú svo komið að Uber er metið á 72 milljarða bandaríkjadala, sem gerir það eitt að verðmætustu einkafyrirtækjum í heimi. Því er haft eftir fjármálastjóra Uber, Nelson Chai, í yfirlýsingu sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins að síðasti ársfjórðungur hafi verið góður. Uber muni á komandi misserum leggja áherslu á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum fyrirtæksins; eins og vöruflutningi, matarsendingar og fjölgun rafhjóla. Þá horfi Uber í auknum mæli til Austurlanda nær og Indlands, þar sem reynt verður að festa „yfirburðastöðu“ fyrirtækisins betur í sessi. Sem fyrr segir er stefnt á að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Hinn japanski Softbank er sagður ætla að annast skráninguna, sem fyrir vikið fékk 15% eignarhlut í fyrirtækinu að launum.
Samgöngur Tengdar fréttir Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52 Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02