Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2018 17:54 Mark Carney, seðlabankastjóri, kynnti skýrslu bankans í dag. EPA/WIll Oliver Seðlabanki Bretlands telur að hagkerfi Bretlands gæti skroppið saman um allt að átta prósent gangi landið úr Evrópusambandinu án samnings um útgönguna. Kreppan gætu orðið verri en eftir fjármálahrunið árið 2008. Fjármálaráðuneytið telur að Bretum eigi eftir að vegna verr eftir útgönguna en ef þær væru um kyrrt, sama hvaða leið verður farin. Í greiningu Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, á verstu mögulegu sviðsmynd Brexit kemur fram að útganga án samnings myndi leiða til gengishruns pundsins og fasteignaverð gæti fallið um tæpan þriðjung fyrstu fimm árin eftir Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur gæti þó aftur farið af stað fyrir árslok 2023. Bankinn byggir greiningu sína meðal annars á því að Bretar taki upp reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, geri enga viðskiptasamninga fyrir árið 2022 og að þeir missi aðgang að öllum viðskiptasamningum á milli Evrópusambandsins og annarra ríkja. Þá gerir bankinn ráð fyrir röskunum á landamærum vegna eftirlits og fækkun innflytjenda. Breska fjármálaráðuneytið segir í skýrslu sem birt var í dag að verg landsframleiðsla landsins verði minni fimmtán árum eftir útgönguna úr ESB en ef það hefði haldið aðild sinni áfram. Það telur að efnahagur Bretlands dragist saman um 9,3% ef enginn útgöngusamningur næst við Evrópusambandið. Samningur sem Theresa May forsætisráðherra náði við sambandið verður lagður fyrir breska þingið eftir hálfan mánuð. Fjármálaráðuneytið vann hins vegar enga spá sem byggði á forsendum samnings May í skýrslu sinni. Óljóst er hvort að nægilegur stuðningur er við samnings forsætisráðherrann til að hann verði samþykktur í þinginu. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seðlabanki Bretlands telur að hagkerfi Bretlands gæti skroppið saman um allt að átta prósent gangi landið úr Evrópusambandinu án samnings um útgönguna. Kreppan gætu orðið verri en eftir fjármálahrunið árið 2008. Fjármálaráðuneytið telur að Bretum eigi eftir að vegna verr eftir útgönguna en ef þær væru um kyrrt, sama hvaða leið verður farin. Í greiningu Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, á verstu mögulegu sviðsmynd Brexit kemur fram að útganga án samnings myndi leiða til gengishruns pundsins og fasteignaverð gæti fallið um tæpan þriðjung fyrstu fimm árin eftir Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur gæti þó aftur farið af stað fyrir árslok 2023. Bankinn byggir greiningu sína meðal annars á því að Bretar taki upp reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, geri enga viðskiptasamninga fyrir árið 2022 og að þeir missi aðgang að öllum viðskiptasamningum á milli Evrópusambandsins og annarra ríkja. Þá gerir bankinn ráð fyrir röskunum á landamærum vegna eftirlits og fækkun innflytjenda. Breska fjármálaráðuneytið segir í skýrslu sem birt var í dag að verg landsframleiðsla landsins verði minni fimmtán árum eftir útgönguna úr ESB en ef það hefði haldið aðild sinni áfram. Það telur að efnahagur Bretlands dragist saman um 9,3% ef enginn útgöngusamningur næst við Evrópusambandið. Samningur sem Theresa May forsætisráðherra náði við sambandið verður lagður fyrir breska þingið eftir hálfan mánuð. Fjármálaráðuneytið vann hins vegar enga spá sem byggði á forsendum samnings May í skýrslu sinni. Óljóst er hvort að nægilegur stuðningur er við samnings forsætisráðherrann til að hann verði samþykktur í þinginu.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent