Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin af stjórn Arion banka sem innri endurskoðandi bankans og mun hún hefja störf fljótlega á nýju ári.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að Sigríður hafi verið innri endurskoðandi Marel frá árinu 2010.
„Áður starfaði hún hjá Alcoa m.a. við innra eftirlit og í innri endurskoðun hjá Landsbankanum. Sigríður situr í endurskoðunarnefndum Stefnis og Sparisjóðs Austurlands.
Sigríður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í reikningskilum og fjármálum frá London School of Economics and Political Science. Hún er jafnframt vottaður innri endurskoðandi (CIA),“ segir í tilkynningunni.
Sigríður ráðin innri endurskoðandi Arion banka
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“
Viðskipti innlent

Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru”
Viðskipti innlent


Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi
Viðskipti innlent

„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“
Viðskipti innlent



Tappareglurnar innsiglaðar með lögum
Neytendur

Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar
Viðskipti innlent
