Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Facebook lenti illa í Cambridge Analytica-hneykslinu. Nordicphotos/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira