Greiddi sér 115 milljónir í laun á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:05 Denise Coates hlaut CBE-tign fyrir framlag sitt til bresks samfélags og viðskiptalífs árið 2012. Vísir/getty Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspunda í laun á síðasta ári. Það gera árslaun upp á næstum 42 milljarða íslenskra króna, eða 115 milljón krónur á dag. Um er að ræða hæstu laun sem nokkur yfirmaður bresks fyrirtækis hefur greitt sér á einu ári. Fyrra met, 217 milljón punda árslaun, var sett í fyrra. Handhafi þess mets var einnig umræddur forstjóri, Denise Coates. Hún hóf starfsferil sinn sem gjaldkeri í einni af veðmálabúllum föður hennar, Peter Coates. Hún tók síðar við stjórnartaumunum í fyrirtækinu og hefur leitt vöxt þess á síðustu árum. Til að mynda er hún sögð bera ábyrgð á því að Bet365 hafi veðjað á internetið sem framtíðarheimili veðmála. Óhætt er að segja að sú ágiskun hafi borgað sig fyrir Coates-fjölskylduna en nú er svo komið að Bet365 er eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims. Coates og fjölskylda hennar eru í 21. sæti yfir auðugustu Bretana en auðæfi þeirra eru metin á um 5,8 milljarða punda.Tvöfaldur launakostnaður Stoke City Fram kemur í umfjöllun The Guardian um málið að grunnlaun Coates hafi verið 224 milljón pund en ofan á þau bættust arðgreiðslur upp á ríflega 45 milljón pund. Coates á um helmingshlut í Bet365 sem hagnaðist um 660 milljón pund á síðasta ári. Breskum blaðamönnum reiknast til að laun Coates séu 9500-falt hærri en meðallaun þar í landi og 1300-falt hærri en laun forsætisráðherrans, Theresu May. Til gamans eru laun hennar borin saman við launakostnað breska knattspyrnuliðsins Stoke City, sem er í eigu Bet365 og féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ef öll laun, allra leikmanna liðsins á síðasta ári eru lögð saman þá væru þau samt innan við helmingur þeirra launa sem Coates greiddi sér í fyrra. Hún hefur ekki viljað tjá sig um launagreiðslu sína við þarlenda fjölmiðla. Þó er haft eftir henni í yfirlýsingu sem fylgdi síðasta ársreikningi Bet365 að vöxtur fyrirtækisins hafi verið gríðarlegur á síðasta ári. Heildartekjur hafi aukist um 25% á mili ára, en alls veðjuðu viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir 52,3 milljarða punda í fyrra. Í umfjöllun Guardian er launagreiðsla Coates sett í samhengi við þann mikla veðmálavanda sem Bretar standa frammi fyrir. Til að mynda hafi fjöldi barnungra spilafíkla fjórfaldast í landinu á síðastliðnum tveimur árum. Bretland Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspunda í laun á síðasta ári. Það gera árslaun upp á næstum 42 milljarða íslenskra króna, eða 115 milljón krónur á dag. Um er að ræða hæstu laun sem nokkur yfirmaður bresks fyrirtækis hefur greitt sér á einu ári. Fyrra met, 217 milljón punda árslaun, var sett í fyrra. Handhafi þess mets var einnig umræddur forstjóri, Denise Coates. Hún hóf starfsferil sinn sem gjaldkeri í einni af veðmálabúllum föður hennar, Peter Coates. Hún tók síðar við stjórnartaumunum í fyrirtækinu og hefur leitt vöxt þess á síðustu árum. Til að mynda er hún sögð bera ábyrgð á því að Bet365 hafi veðjað á internetið sem framtíðarheimili veðmála. Óhætt er að segja að sú ágiskun hafi borgað sig fyrir Coates-fjölskylduna en nú er svo komið að Bet365 er eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims. Coates og fjölskylda hennar eru í 21. sæti yfir auðugustu Bretana en auðæfi þeirra eru metin á um 5,8 milljarða punda.Tvöfaldur launakostnaður Stoke City Fram kemur í umfjöllun The Guardian um málið að grunnlaun Coates hafi verið 224 milljón pund en ofan á þau bættust arðgreiðslur upp á ríflega 45 milljón pund. Coates á um helmingshlut í Bet365 sem hagnaðist um 660 milljón pund á síðasta ári. Breskum blaðamönnum reiknast til að laun Coates séu 9500-falt hærri en meðallaun þar í landi og 1300-falt hærri en laun forsætisráðherrans, Theresu May. Til gamans eru laun hennar borin saman við launakostnað breska knattspyrnuliðsins Stoke City, sem er í eigu Bet365 og féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ef öll laun, allra leikmanna liðsins á síðasta ári eru lögð saman þá væru þau samt innan við helmingur þeirra launa sem Coates greiddi sér í fyrra. Hún hefur ekki viljað tjá sig um launagreiðslu sína við þarlenda fjölmiðla. Þó er haft eftir henni í yfirlýsingu sem fylgdi síðasta ársreikningi Bet365 að vöxtur fyrirtækisins hafi verið gríðarlegur á síðasta ári. Heildartekjur hafi aukist um 25% á mili ára, en alls veðjuðu viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir 52,3 milljarða punda í fyrra. Í umfjöllun Guardian er launagreiðsla Coates sett í samhengi við þann mikla veðmálavanda sem Bretar standa frammi fyrir. Til að mynda hafi fjöldi barnungra spilafíkla fjórfaldast í landinu á síðastliðnum tveimur árum.
Bretland Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira