Stórtækar breytingar hjá IKEA snerti ekki Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 11:11 Jólageitin í Kauptúni mun ekki þurfa að horfa upp á uppsagnir hjá IKEA á næstunni að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Talið er að IKEA Group muni á næstunni segja upp ríflega 7500 starfsmönnum á heimsvísu. Uppsagnirnar eru sagðar í sænskum fjölmiðlum vera liður í einhverjum stærstu skipulagsbreytingum sem félagið hefur ráðist í. Breytingar sem eru þó óþarfar hér á landi, að sögn framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi. Ætlunin hjá IKEA Group er að leggja ríkari áherslu á hvers kyns sjálfvirknivæðingu og sölu á netinu, heimsendingar og þjónustu sem „er í takti við breytingar innan smásölugeirans,“ eins og það er orðað á vef sænska ríkisútvarpsins.Þar er þess getið að uppsagnirnar muni ná til um 650 starfsmanna í Svíþjóð, ekki síst í Malmö, Helsingborg og Älmhult. Hins vegar geri IKEA ráð fyrir því að í fyllingu tímans muni starfsmönnum samsteypunnar fjölga um 11.500 á heimsvísu - en hvenær og hvar sú fjölgun muni eiga sér stað fylgir þó ekki sögunni.Fjölgun frekar en fækkun Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að þessar skipulagsbreytingar muni ekki hafa nein áhrif hér á landi. Þrátt fyrir óneitanleg tengsl milli IKEA Group, sem rekur um 400 verslanir um allan heim, og fyrirtækisins á Íslandi séu þó um tvö aðskilin félög að ræða. Eins og fyrr segir er stefna IKEA Group að leggja aukna áherslu á netverslun í náinni framtíð, eitthvað sem Þórarinn segir að IKEA á Íslandi hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á í rúmlega áratug. Því sé engin þörf á því að fara í samskonar skipulagsbreytingar hér á landi, með tilheyrandi uppsögnum. Þvert á móti gerir Þórarinn frekar ráð fyrir því að fjölga starfsfólki á næstunni, fremur en að fækka því eins og IKEA Group hefur boðað. IKEA Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Talið er að IKEA Group muni á næstunni segja upp ríflega 7500 starfsmönnum á heimsvísu. Uppsagnirnar eru sagðar í sænskum fjölmiðlum vera liður í einhverjum stærstu skipulagsbreytingum sem félagið hefur ráðist í. Breytingar sem eru þó óþarfar hér á landi, að sögn framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi. Ætlunin hjá IKEA Group er að leggja ríkari áherslu á hvers kyns sjálfvirknivæðingu og sölu á netinu, heimsendingar og þjónustu sem „er í takti við breytingar innan smásölugeirans,“ eins og það er orðað á vef sænska ríkisútvarpsins.Þar er þess getið að uppsagnirnar muni ná til um 650 starfsmanna í Svíþjóð, ekki síst í Malmö, Helsingborg og Älmhult. Hins vegar geri IKEA ráð fyrir því að í fyllingu tímans muni starfsmönnum samsteypunnar fjölga um 11.500 á heimsvísu - en hvenær og hvar sú fjölgun muni eiga sér stað fylgir þó ekki sögunni.Fjölgun frekar en fækkun Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að þessar skipulagsbreytingar muni ekki hafa nein áhrif hér á landi. Þrátt fyrir óneitanleg tengsl milli IKEA Group, sem rekur um 400 verslanir um allan heim, og fyrirtækisins á Íslandi séu þó um tvö aðskilin félög að ræða. Eins og fyrr segir er stefna IKEA Group að leggja aukna áherslu á netverslun í náinni framtíð, eitthvað sem Þórarinn segir að IKEA á Íslandi hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á í rúmlega áratug. Því sé engin þörf á því að fara í samskonar skipulagsbreytingar hér á landi, með tilheyrandi uppsögnum. Þvert á móti gerir Þórarinn frekar ráð fyrir því að fjölga starfsfólki á næstunni, fremur en að fækka því eins og IKEA Group hefur boðað.
IKEA Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira