Nasa boðar ítarlega rannsókn á Space X vegna hegðunar Musk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2018 10:45 Elon Musk. Getty/Mario Tama Nasa, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hefja umfangsmikla rannsókn á öryggismenningu innan SpaceX og Boeing, fyrirtækjanna sem hafa samið við Nasa um að fljúga mönnuðum geimförum á vegum stofnunarinnar út í geim. Rannsóknin er rakin til hegðunar Elon Musk, forstjóra Space X, að undanförnu.Washington Post greinir frá og segir að rannsóknin muni hefjast á næsta ári. Markmið hennar sé að rannsaka „allt það sem geti ógnað öryggi“ innan fyrirtækjanna. Árið 2014 samdi Nasa við SpaceX og Boeing um þróa mönnuð geimför og vonir standa til að fyrirtækin geti hafið prófanir á geimförunum á næsta ári.Hefur blaðið eftir þremur heimildarmönnum að háttsettir yfirmenn hjá Nasa hafi áhyggjur af því að milljarðamæringurinn Musk hafi reykt kannabisvindil í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan á dögunum. Því hafi þeir farið fram á stofnunin myndi rannsaka öryggismenningu fyrirtækjanna. Um það bil svona lítur mannað geimfar SpaceX út.Getty/David McNewEfast ekki um tæknilega getu fyrirtækjanna en vilja tryggja öryggi Í viðtali við Post segir Willian Gerstenmaier, aðstoðardeildarstjóri mannaðs geimflugs hjá Nasa, að rannsókninni sé ekki ætlað að athuga hvort að fyrirtækin hafi tæknilegu getu til þess að smíða geimför sem getið komið geimförum út í geim, heldur öryggishlið fyrirtækjanna og viðhorfi yfirmanna og starfsmanna til öryggis á vinnustaðnum. Vinnutími starfsmanna, stefna fyrirtækjanna varðandi fíkniefna- og lyfjanotkun og stjórnunarstíll yfirmanna verður á meðal þess sem rannsókninni er ætlað að ná til og segir Gerstenmaier að rannsóknin verði ítarleg. Hún muni fela í sér viðtöl við hundruð starfsmanna fyrirtækjanna tveggja.Elon Musk, forstjóri og stofnandi SpaceX.AP/Chris CarlsonErfitt ár fyrir Musk Þrátt fyrir að gengið hafi ágætlega hjá SpaceX að undanförnu hefur árið 2018 ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir Musk sem ítrekað hefur komist í fréttir fyrir undarlega hegðun sína að undanförnu. Hefur hann verið sakaður um að tísta undir áhrifum eiturlyfja er hann sagðist vera tilbúinn til þess að taka bílafyrirtæli sitt Tesla af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar.Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Auk þess hafa deilur Musk og ástralska kafarans Vern Unsworth rataði í fréttirnar eftir að Musk kallaði kafarann barnaperra. Unsworth var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna sem festur í helli þar í landi í sumar. Musk dró ummæli sín til baka eftir að Unsworth hótaði honum lögsókn. Musk virðist þó enn vera á þeirri skoðun að kafarinn sé barnaníðingur, þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram sem renni stoðum undir þá fullyrðingu. Boeing Fréttir af flugi SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39 Mikil ljósasýning yfir Kaliforníu vegna geimskots SpaceX Geimskotið vakti mikla lukku meðal íbúa Kaliforníu og olli mikilli ljósasýningu á himni. Þeir deildu myndum og myndböndum af skotinu á samfélagsmiðlum. 8. október 2018 08:25 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Nasa, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hefja umfangsmikla rannsókn á öryggismenningu innan SpaceX og Boeing, fyrirtækjanna sem hafa samið við Nasa um að fljúga mönnuðum geimförum á vegum stofnunarinnar út í geim. Rannsóknin er rakin til hegðunar Elon Musk, forstjóra Space X, að undanförnu.Washington Post greinir frá og segir að rannsóknin muni hefjast á næsta ári. Markmið hennar sé að rannsaka „allt það sem geti ógnað öryggi“ innan fyrirtækjanna. Árið 2014 samdi Nasa við SpaceX og Boeing um þróa mönnuð geimför og vonir standa til að fyrirtækin geti hafið prófanir á geimförunum á næsta ári.Hefur blaðið eftir þremur heimildarmönnum að háttsettir yfirmenn hjá Nasa hafi áhyggjur af því að milljarðamæringurinn Musk hafi reykt kannabisvindil í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan á dögunum. Því hafi þeir farið fram á stofnunin myndi rannsaka öryggismenningu fyrirtækjanna. Um það bil svona lítur mannað geimfar SpaceX út.Getty/David McNewEfast ekki um tæknilega getu fyrirtækjanna en vilja tryggja öryggi Í viðtali við Post segir Willian Gerstenmaier, aðstoðardeildarstjóri mannaðs geimflugs hjá Nasa, að rannsókninni sé ekki ætlað að athuga hvort að fyrirtækin hafi tæknilegu getu til þess að smíða geimför sem getið komið geimförum út í geim, heldur öryggishlið fyrirtækjanna og viðhorfi yfirmanna og starfsmanna til öryggis á vinnustaðnum. Vinnutími starfsmanna, stefna fyrirtækjanna varðandi fíkniefna- og lyfjanotkun og stjórnunarstíll yfirmanna verður á meðal þess sem rannsókninni er ætlað að ná til og segir Gerstenmaier að rannsóknin verði ítarleg. Hún muni fela í sér viðtöl við hundruð starfsmanna fyrirtækjanna tveggja.Elon Musk, forstjóri og stofnandi SpaceX.AP/Chris CarlsonErfitt ár fyrir Musk Þrátt fyrir að gengið hafi ágætlega hjá SpaceX að undanförnu hefur árið 2018 ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir Musk sem ítrekað hefur komist í fréttir fyrir undarlega hegðun sína að undanförnu. Hefur hann verið sakaður um að tísta undir áhrifum eiturlyfja er hann sagðist vera tilbúinn til þess að taka bílafyrirtæli sitt Tesla af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar.Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Auk þess hafa deilur Musk og ástralska kafarans Vern Unsworth rataði í fréttirnar eftir að Musk kallaði kafarann barnaperra. Unsworth var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna sem festur í helli þar í landi í sumar. Musk dró ummæli sín til baka eftir að Unsworth hótaði honum lögsókn. Musk virðist þó enn vera á þeirri skoðun að kafarinn sé barnaníðingur, þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram sem renni stoðum undir þá fullyrðingu.
Boeing Fréttir af flugi SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39 Mikil ljósasýning yfir Kaliforníu vegna geimskots SpaceX Geimskotið vakti mikla lukku meðal íbúa Kaliforníu og olli mikilli ljósasýningu á himni. Þeir deildu myndum og myndböndum af skotinu á samfélagsmiðlum. 8. október 2018 08:25 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39
Mikil ljósasýning yfir Kaliforníu vegna geimskots SpaceX Geimskotið vakti mikla lukku meðal íbúa Kaliforníu og olli mikilli ljósasýningu á himni. Þeir deildu myndum og myndböndum af skotinu á samfélagsmiðlum. 8. október 2018 08:25
Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30