Stefnir í lokun stofnana vegna veggsins Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2018 08:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, fái hann ekki fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira