Þá gerðist þetta einnig fyrir þó nokkra starfsmenn á ritstjórn Vísis og ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlinum Twitter eru notendur um alla Evrópu að lenda í viðlíka vandræðum.
Notendur voru skráðir út af Facebook og áttu einhverjir erfitt með að skrá sig aftur inn strax í fyrstu tilraun.
Einn notandi segir til dæmis frá því að hann hafi verið skráður út, ákveðið að breyta lykilorðinu sínu á miðlinum en fékk engan tölvupóst um breytinguna heldur bara meldingu á Facebook um að ekki hefði tekist að breyta lykilorðinu. Ekki væri vitað hvers vegna það var ekki hægt.
Got logged out of #facebook, decided to change my password, received no emails and then this. #whathappenspic.twitter.com/mcT4vysK1fNokkrum mínútum eftir að þetta gerðist var síðan leynilegum gögnum um starfsemi Facebook, sem breska þingið fékk aðgang að, lekið á netið en hvort það tengist eitthvað innskráningarvandræðum notenda er óvíst.
— Nikro Sergiu (@nikro_md) December 5, 2018