Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 08:45 Jamal Khashoggi var afar gagnrýninn á yfirvöld í Sádi-Arabíu. vísir/epa Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent