Fjárfesting til framtíðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun