Telur milljónir geta sparast á útboði raforku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“ Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“
Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent