Heiðruðu minningu litla drengsins sem lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 23:30 Móðir Abdullah, Shaima Swileh, fékk loksins að faðma son sinn fáeinum dögum áður en hann lést. Vísir/AP Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima. Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima.
Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47