Fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild HÍ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2018 14:13 Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Lára Jóhannsdóttir og Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands Mynd/Háskóli Íslands Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira