Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 18:05 Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í haust. Fréttablaðið/Pjetur Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður. Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður.
Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira