Álfurinn í Kópavogi hættur sölu á sígarettum Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2019 22:06 Nikótínþurfandi Kópavogsbúar þurfa að leita annað en í Álfinn til að finna sér tóbak. Skjáskot/Facebook/Tómas Guðbjartsson Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks. Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks.
Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira