Nýársheit um yfirlætislausa umræðu Flosi Eiríksson skrifar 4. janúar 2019 06:30 Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins, æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri umræðu. Sumt af umræðunni er á kunnuglegum nótum. Eðlilegar og réttmætar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru úthrópaðar með flestum þeim sterkustu lýsingarorðum sem finnast og ýmsum finnst þeir vera þess umkomnir að setja ofan í við forystufólk launamanna af yfirlæti. Hugmyndir um að hækka lægstu launin, efla húsnæðiskerfið og bæta skattkerfið virðast fela í sér sérstaka árás á íslenskt samfélag, þeir sem mæla fyrir kjarabótum eru „ólæsir á hagfræðilögmál“ og virðast ekki skilja „hvað fólk hefur það að meðaltali gott“ og svo eru vangaveltur um að eitthvað sem viðkomandi finnst „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira“. Við þetta bætist svo sú fullyrðingagleði að forystufólkið tali ekki í umboði sinna félagsmanna þegar farið er fram á meiri jöfnuð í samfélaginu og aukinn kaupmátt þeirra sem eru á lægstu launum. Í grautinn er síðan blandað ódýrri sagnfræði um verðbólgu hér á árum áður, og að hún hafi verið almennu launafólki að kenna! Engin tilraun er gerð til að ræða málið efnislega, skilja hvernig launafólki líður og úr hvaða jarðvegi kröfurnar eru sprottnar. Allt er þó sagt undir því yfirskyni að nú sé mikilvægt að tala varlega, gæta hófs, efna ekki til ófriðar og svo framvegis og framvegis. Sú krafa um hófstillingu virðist þó bara eiga við um verkalýðshreyfinguna og talsmenn hennar, en ekki álitsgjafana sjálfa. Fjármálaráðherra taldi það svo einhverra hluta vegna hjálplegt í umræðu milli launafólks og atvinnurekenda að setja fram hálfgerðar hótanir vegna mögulegra skattkerfisbreytinga, sem sýnir undarlegt stöðumat. Það væri ágætt nýársheit þeirra sem hvað mest predika hófstillingu og málefnalega umræðu, að þeir taki það líka til sín og fjalli um hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar og kröfur með sanngjörnum hætti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins, æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri umræðu. Sumt af umræðunni er á kunnuglegum nótum. Eðlilegar og réttmætar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru úthrópaðar með flestum þeim sterkustu lýsingarorðum sem finnast og ýmsum finnst þeir vera þess umkomnir að setja ofan í við forystufólk launamanna af yfirlæti. Hugmyndir um að hækka lægstu launin, efla húsnæðiskerfið og bæta skattkerfið virðast fela í sér sérstaka árás á íslenskt samfélag, þeir sem mæla fyrir kjarabótum eru „ólæsir á hagfræðilögmál“ og virðast ekki skilja „hvað fólk hefur það að meðaltali gott“ og svo eru vangaveltur um að eitthvað sem viðkomandi finnst „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira“. Við þetta bætist svo sú fullyrðingagleði að forystufólkið tali ekki í umboði sinna félagsmanna þegar farið er fram á meiri jöfnuð í samfélaginu og aukinn kaupmátt þeirra sem eru á lægstu launum. Í grautinn er síðan blandað ódýrri sagnfræði um verðbólgu hér á árum áður, og að hún hafi verið almennu launafólki að kenna! Engin tilraun er gerð til að ræða málið efnislega, skilja hvernig launafólki líður og úr hvaða jarðvegi kröfurnar eru sprottnar. Allt er þó sagt undir því yfirskyni að nú sé mikilvægt að tala varlega, gæta hófs, efna ekki til ófriðar og svo framvegis og framvegis. Sú krafa um hófstillingu virðist þó bara eiga við um verkalýðshreyfinguna og talsmenn hennar, en ekki álitsgjafana sjálfa. Fjármálaráðherra taldi það svo einhverra hluta vegna hjálplegt í umræðu milli launafólks og atvinnurekenda að setja fram hálfgerðar hótanir vegna mögulegra skattkerfisbreytinga, sem sýnir undarlegt stöðumat. Það væri ágætt nýársheit þeirra sem hvað mest predika hófstillingu og málefnalega umræðu, að þeir taki það líka til sín og fjalli um hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar og kröfur með sanngjörnum hætti?
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar