Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. janúar 2019 19:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira