Valkostur fyrir viðskiptalífið Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun