Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut UT-verðlaunin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 21:19 Ragnheiður H. Magnúsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson. Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut í dag UT-verðlaun Ský en þau voru afhent á UT-messunni sem nú fer fram í Hörpu. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sem veitti verðlaunin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ský. Ragnheiður er í dag forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum en var áður framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í sex ár og sinnti breytingastjórnunarverkefni hjá Marel. „Ragnheiður hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, stjórn Ský, verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT og hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir konur í tækni. Segir valnefnd í rökstuðningi sínum að Ragnheiður hafi, að öðrum ólöstuðum, verið í fararbroddi þegar komi að því að halda mikilvægi upplýsingatæknigeirans á lofti og mikilvægi fjölbreytileika í þeim geira,“ segir í tilkynningu. UT-verðlaunin voru veitt í 10. sinn í dag en auk þeirra voru veitt þrjú önnur verðlaun:UT-fyrirtæki ársins er Nox Medical fyrir sérstaklega gott starf á árinu 2018, en það hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum og unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni. Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa raunar fengið jafn mikla umfjöllun á þessu sviði.Leggja.is hlaut verðlaunin fyrir stafræna þjónustu en þjónusta þeirra þótti skara fram úr þegar kemur að því að einfalda daglegt líf fólks, enda gerir app þeirra fólki kleift að borga fyrir gjaldskyld bílastæði, sem veitir óumdeilanleg þægindi.UT-sprotann hlýtur Syndis, en fyrirtækið hefur verið áberandi á sviði öryggismála og fundið stóra galla í vörum og þjónustu stórra og þekktra fyrirtækja, nú síðast snjallúrum barna. Öryggislausnin Adversary, sem Syndis þróaði og tekur á hættum og ógnum vegna netárása, hefur jafnframt vakið mikla athygli á alþjóðavísu. Forseti Íslands Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut í dag UT-verðlaun Ský en þau voru afhent á UT-messunni sem nú fer fram í Hörpu. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sem veitti verðlaunin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ský. Ragnheiður er í dag forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum en var áður framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í sex ár og sinnti breytingastjórnunarverkefni hjá Marel. „Ragnheiður hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, stjórn Ský, verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT og hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir konur í tækni. Segir valnefnd í rökstuðningi sínum að Ragnheiður hafi, að öðrum ólöstuðum, verið í fararbroddi þegar komi að því að halda mikilvægi upplýsingatæknigeirans á lofti og mikilvægi fjölbreytileika í þeim geira,“ segir í tilkynningu. UT-verðlaunin voru veitt í 10. sinn í dag en auk þeirra voru veitt þrjú önnur verðlaun:UT-fyrirtæki ársins er Nox Medical fyrir sérstaklega gott starf á árinu 2018, en það hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum og unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni. Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa raunar fengið jafn mikla umfjöllun á þessu sviði.Leggja.is hlaut verðlaunin fyrir stafræna þjónustu en þjónusta þeirra þótti skara fram úr þegar kemur að því að einfalda daglegt líf fólks, enda gerir app þeirra fólki kleift að borga fyrir gjaldskyld bílastæði, sem veitir óumdeilanleg þægindi.UT-sprotann hlýtur Syndis, en fyrirtækið hefur verið áberandi á sviði öryggismála og fundið stóra galla í vörum og þjónustu stórra og þekktra fyrirtækja, nú síðast snjallúrum barna. Öryggislausnin Adversary, sem Syndis þróaði og tekur á hættum og ógnum vegna netárása, hefur jafnframt vakið mikla athygli á alþjóðavísu.
Forseti Íslands Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira