Óþrjótandi náttúruafl Alexandra Briem og Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 8. mars 2019 14:26 Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun