Bergþóra og Karl nýir forstöðumenn hjá Íslandsstofu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2019 10:39 Karl Guðmundsson og Bergþóra Halldórsdóttir. Íslandsstofa hefur ráðið tvo forstöðumenn sem taka við nýjum sviðum í kjölfar skipulagsbreytinga. Bergþóra Halldórsdóttir mun stýra nýju sviði viðskiptaþróunar og Karl Guðmundsson stýrir sviði útflutnings. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsstofu en þar kemur fram að Bergþóra komi til Íslandsstofu frá Samtökum atvinnulífsins (SA) þar sem hún hefur sinnt alþjóðasamstarfi fyrir hönd samtakanna og umbótum á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Bergþóra er með meistaragráðu í alþjóðalögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og þá hefur hún lokið viðbótargráðum í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og frönsku frá háskólanum í Aix-Marseille. „Nýtt svið viðskiptaþróunar mun þróa þjónustu Íslandsstofu við allar atvinnugreinar og fyrirtæki. Innan viðskiptaþróunar verður einnig byggð upp greiningareining sem mun sinna greiningum fyrir öll svið Íslandsstofu og eiga náið samstarf við stjórnsýsluna og atvinnulífið um greiningar og undirbúning stefnumótandi verkefna. Þá mun viðskiptaþróun bera ábyrgð á stefnumótun Íslandsstofu og innleiðingu stefnu,“ segir í tilkynningu. Karl kemur svo til Íslandsstofu frá lyfjafyrirtækinu Florealis þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Hann er með MBA-gráðu frá Rady School of Management, UCSD, og þá er hann með B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun. „Hlutverk útflutningssviðs er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina. Sviðið vinnur náið með atvinnulífinu og stjórnvöldum við að móta verkefni, kortleggja markaði, greina tækifæri og móta skilaboð út á markaði. Innan sviðsins eru þarfir og möguleikar hverrar útflutningsgreinar skoðaðar sem og mögulegar aðgerðir varðandi erlent markaðsstarf og hvernig Íslandsstofa getur stutt við þær,“ segir í tilkynningu. Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Íslandsstofa hefur ráðið tvo forstöðumenn sem taka við nýjum sviðum í kjölfar skipulagsbreytinga. Bergþóra Halldórsdóttir mun stýra nýju sviði viðskiptaþróunar og Karl Guðmundsson stýrir sviði útflutnings. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsstofu en þar kemur fram að Bergþóra komi til Íslandsstofu frá Samtökum atvinnulífsins (SA) þar sem hún hefur sinnt alþjóðasamstarfi fyrir hönd samtakanna og umbótum á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Bergþóra er með meistaragráðu í alþjóðalögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og þá hefur hún lokið viðbótargráðum í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og frönsku frá háskólanum í Aix-Marseille. „Nýtt svið viðskiptaþróunar mun þróa þjónustu Íslandsstofu við allar atvinnugreinar og fyrirtæki. Innan viðskiptaþróunar verður einnig byggð upp greiningareining sem mun sinna greiningum fyrir öll svið Íslandsstofu og eiga náið samstarf við stjórnsýsluna og atvinnulífið um greiningar og undirbúning stefnumótandi verkefna. Þá mun viðskiptaþróun bera ábyrgð á stefnumótun Íslandsstofu og innleiðingu stefnu,“ segir í tilkynningu. Karl kemur svo til Íslandsstofu frá lyfjafyrirtækinu Florealis þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Hann er með MBA-gráðu frá Rady School of Management, UCSD, og þá er hann með B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun. „Hlutverk útflutningssviðs er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina. Sviðið vinnur náið með atvinnulífinu og stjórnvöldum við að móta verkefni, kortleggja markaði, greina tækifæri og móta skilaboð út á markaði. Innan sviðsins eru þarfir og möguleikar hverrar útflutningsgreinar skoðaðar sem og mögulegar aðgerðir varðandi erlent markaðsstarf og hvernig Íslandsstofa getur stutt við þær,“ segir í tilkynningu.
Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira