Sigrún Ragna í stjórn Creditinfo Group á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2019 10:40 Sigrún Ragna var forstjóri VÍS frá 2011 til 2016. MANNVIT Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem um árabil var eini kvenkyns forstjóri félags í Kauphöllinni, hefur aftur tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Skipun hennar er liður í endurskipulagningu félagsins eftir að Actis tvöfaldaði hlut sinn í félaginu, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Ásamt henni mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn CreditInfo en þar voru fyrir þau Reynir Grétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson. Haft er eftir Sigrúnu Rögnu í tilkynningu sem send var út vegna málsins að henni þyki spennandi að takast á við komandi verkefni. „Félagið er í örum vexti og er orðið leiðandi á sviði áhættustýringar og miðlunar fjármálaupplýsinga á mikilvægum vaxtarmörkuðum.“ Í tilkynningunni er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn og þess getið að hún hafi setið í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. frá 2017. Sigrún Ragna var auk þess forstjóri VÍS á árunum 2011-2016 en eftir að hún lét af störfum var enginn kvenkyns forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni.Sjá einnig: Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo GroupEftir að hún sagði skilið við VÍS lá leið hennar til Mannvits þar sem hún tók við stöðu forstjóra í nóvember árið 2017. Sá ráðahagur entist þó ekki lengi því aðeins fimm mánuðum síðar sagði hún starfi sínu lausu. Ástæðuna fyrir vistaskiptunum sagði Sigrún vera að framtíðarsýn hennar og lykileigenda Mannvits hafi ekki farið saman. Sigrún Ragna er að sama skapi viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist þar að auki með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Þá hefur hún setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja. Vistaskipti Tengdar fréttir Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45 Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem um árabil var eini kvenkyns forstjóri félags í Kauphöllinni, hefur aftur tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Skipun hennar er liður í endurskipulagningu félagsins eftir að Actis tvöfaldaði hlut sinn í félaginu, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Ásamt henni mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn CreditInfo en þar voru fyrir þau Reynir Grétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson. Haft er eftir Sigrúnu Rögnu í tilkynningu sem send var út vegna málsins að henni þyki spennandi að takast á við komandi verkefni. „Félagið er í örum vexti og er orðið leiðandi á sviði áhættustýringar og miðlunar fjármálaupplýsinga á mikilvægum vaxtarmörkuðum.“ Í tilkynningunni er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn og þess getið að hún hafi setið í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. frá 2017. Sigrún Ragna var auk þess forstjóri VÍS á árunum 2011-2016 en eftir að hún lét af störfum var enginn kvenkyns forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni.Sjá einnig: Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo GroupEftir að hún sagði skilið við VÍS lá leið hennar til Mannvits þar sem hún tók við stöðu forstjóra í nóvember árið 2017. Sá ráðahagur entist þó ekki lengi því aðeins fimm mánuðum síðar sagði hún starfi sínu lausu. Ástæðuna fyrir vistaskiptunum sagði Sigrún vera að framtíðarsýn hennar og lykileigenda Mannvits hafi ekki farið saman. Sigrún Ragna er að sama skapi viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist þar að auki með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Þá hefur hún setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja.
Vistaskipti Tengdar fréttir Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45 Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45
Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun