Fyrir nemendur í samfélagi fjölbreytileikans Hópur skrifar 12. mars 2019 16:21 Fyrir ári síðan var boðað af hálfu ráðherranefndar um menntamál, undir forystu ráðherra mennta- og menningarmála, til aðgerða í menntamálum þar sem lögð yrði áhersla á aukna nýliðun kennara auk hugsanlegra aðgerða til að minnka brottfall kennara úr kennslu, sérstaklega fyrstu árin. Skipuð var nefnd sem í áttu sæti fulltrúar menntamálaráðuneytis, KÍ, háskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skilaði af sér tillögum á vormánuðum 2018. Tillögum sem nefndin taldi að leitt gætu, ásamt öðru, til aukinnar nýliðunar og minnkunar á brottfalli kennara úr stéttinni. Að undanförnu hefur ráðherra kynnt aðgerðir í tengslum við ýmsar af þessum tillögum eftir frekari vinnu hagaðila í samvinnu við ráðuneytið. Vinnu þar sem aðilar hafa skipst á skoðunum og fengið tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri. Þarna eru um að ræða hugmyndir eins og breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsnám kennaranema á 5. ári í meistaranámi til kennslu á grunn- og leikskólastigi, breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna til kennaranema, markvissari leiðsögn til nýliða í kennslu og fjölgun útskrifaðra kennara með sérhæfingu í leiðsögn nýliða svo eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta aðgerðir hugsaðar til að efla og styðja við skólastarfið í landinu, til þess gerðar að snúa við verulegri vöntun kennara á næstu árum og gera kennarastarfið sem eftirsóknarverðast í samfélaginu. Nú eru í samráði drög að frumvarpi til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Í drögunum er gert ráð fyrir töluverðum breytingum frá því sem nú er. Breytingar hræða og flest erum við þannig að við óttumst þær og miklum fyrir okkur þær ógnir og áskoranir sem breytingunum geta fylgt. Það getur verið erfitt að sjá sóknarfærin í gegnum óttann. Allar stórar breytingar reyna á mörk þægindarammans sem strengdur er utan um okkur öll, ekki síður en utan um einstaka stofnanir og kerfi. Á sama tíma viljum við flest breytingar, það er bara einfaldara ef þær eiga sér stað hjá öðrum en sjálfum okkur. Við sjáum þetta nú í umræðunni um eitt leyfisbréf fyrir alla kennara á öllum skólastigum. Einhverjum finnst breytingin jákvæð svo fremi sem hún sé bara ekki á þeirra eigin skólastigi. Sömu aðilar telja jafnvel rökrétt að ráðast í slíkar breytingar, svo lengi sem þær færi sjálfum þeim aukin réttindi á skólastigum annarra, svo lengi sem aðrir fái ekki aukin réttindi hjá þeim á móti. Þetta er, eins og áður sagði, ekkert nýtt. Svona er þetta yfirleitt þegar breyta á ríkjandi umhverfi og það á ekkert síður við skólakerfið en önnur samfélagskerfi. Þegar við vitum hvað við höfum og veltum fyrir okkur hvað við fáum kemur upp óöryggi og neikvæður samanburður. Jafnvel þótt við sjáum ávinning viljum við ekki sleppa takinu af því sem við höfum. Við viljum bæði sleppa og halda. Ef hagsmunirnir varða fleiri en okkur sjálf hættir okkur til að setja okkur sjálf í öndvegi og gera jafnvel lítið úr öðrum, færni þeirra og tilkalli. Þau drög sem nú liggja fyrir að breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum eru ekki gallalaus og mikilvægt er að lagfæra í samráðsferlinu ýmislegt sem betur má fara. Hins vegar eru í drögunum breytingar sem ber að fagna og munu skapa öflug tækifæri til framþróunar skólastarfs á öllum skólastigum, tækifæri sem við megum illa við að glata. Eitt leyfisbréf til kennslu mun vonandi auka flæði kennara milli skólastiga þar sem sértæk hæfni kennara, sem hingað til hafa að mestu haldið sig á einu skólastigi, mun efla fjölbreytileika og fagmennsku á öðrum skólastigum. Þeir múrar sem í dag eru á milli skólastiga munu rofna og leiða til aukinnar samvinnu þvert á skólastig. Fagkennsla greina mun eflast þar sem þörf er á og kennsluhættir verða fjölbreyttari á öllum skólastigum. Aukin tengsl og samvinna milli skólastiga mun bæta þjónustu við nemendur og koma betur til móts við ólíkar þarfir mismunandi einstaklinga. Við ráðningar kennara á mismunandi skólastig munu skólastjórnendur á hverjum tíma ráða hæfustu umsækjendurna þar sem horft verður til hæfni í tengslum við það starf sem auglýst er hverju sinni og skólastarfið kallar á. Skólastjórnendum, sem bera faglega ábyrgð á skólastarfi hvers skóla, verður að vera treystandi til þess að horfa til þeirrar sérhæfingar sem kallað er eftir hverju sinni og ráða hæfasta fólkið. Þá þarf stöðugt að hafa í öndvegi þær skýru lagareglur gilda um ráðningu opinberra starfsmanna. Drög að nýju frumvarpi til laga um menntun og ráðningu kennara á mismunandi skólastigum steypir ekki alla í sama mót heldur undirstrikar mikilvægi sértækrar hæfni kennara. Margbreytileikinn er viðfangsefni allra skóla, óháð aldri nemenda. Honum verður aðeins mætt með öflugri samvinnu kennara og víðtækri sérfræðikunnátta, bæði á sviði faggreina og kennslu- og uppeldisfræði. Okkur ber skylda til að mæta nemendum okkar á forsendum þeirra. Þá skyldu uppfyllum við best í trausti á hvert annað. Trausti á stjórnendur, trausti á kennara og trausti á kennara framtíðarinnar sem með útgáfu eins leyfisbréfs hafa tækifæri til að þróa með háskólum þær áherslur og þær bjargir sem öflugt skólakerfi í fremstu röð þarf á að halda. Höfundar: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennaraÞorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan var boðað af hálfu ráðherranefndar um menntamál, undir forystu ráðherra mennta- og menningarmála, til aðgerða í menntamálum þar sem lögð yrði áhersla á aukna nýliðun kennara auk hugsanlegra aðgerða til að minnka brottfall kennara úr kennslu, sérstaklega fyrstu árin. Skipuð var nefnd sem í áttu sæti fulltrúar menntamálaráðuneytis, KÍ, háskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skilaði af sér tillögum á vormánuðum 2018. Tillögum sem nefndin taldi að leitt gætu, ásamt öðru, til aukinnar nýliðunar og minnkunar á brottfalli kennara úr stéttinni. Að undanförnu hefur ráðherra kynnt aðgerðir í tengslum við ýmsar af þessum tillögum eftir frekari vinnu hagaðila í samvinnu við ráðuneytið. Vinnu þar sem aðilar hafa skipst á skoðunum og fengið tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri. Þarna eru um að ræða hugmyndir eins og breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsnám kennaranema á 5. ári í meistaranámi til kennslu á grunn- og leikskólastigi, breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna til kennaranema, markvissari leiðsögn til nýliða í kennslu og fjölgun útskrifaðra kennara með sérhæfingu í leiðsögn nýliða svo eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta aðgerðir hugsaðar til að efla og styðja við skólastarfið í landinu, til þess gerðar að snúa við verulegri vöntun kennara á næstu árum og gera kennarastarfið sem eftirsóknarverðast í samfélaginu. Nú eru í samráði drög að frumvarpi til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Í drögunum er gert ráð fyrir töluverðum breytingum frá því sem nú er. Breytingar hræða og flest erum við þannig að við óttumst þær og miklum fyrir okkur þær ógnir og áskoranir sem breytingunum geta fylgt. Það getur verið erfitt að sjá sóknarfærin í gegnum óttann. Allar stórar breytingar reyna á mörk þægindarammans sem strengdur er utan um okkur öll, ekki síður en utan um einstaka stofnanir og kerfi. Á sama tíma viljum við flest breytingar, það er bara einfaldara ef þær eiga sér stað hjá öðrum en sjálfum okkur. Við sjáum þetta nú í umræðunni um eitt leyfisbréf fyrir alla kennara á öllum skólastigum. Einhverjum finnst breytingin jákvæð svo fremi sem hún sé bara ekki á þeirra eigin skólastigi. Sömu aðilar telja jafnvel rökrétt að ráðast í slíkar breytingar, svo lengi sem þær færi sjálfum þeim aukin réttindi á skólastigum annarra, svo lengi sem aðrir fái ekki aukin réttindi hjá þeim á móti. Þetta er, eins og áður sagði, ekkert nýtt. Svona er þetta yfirleitt þegar breyta á ríkjandi umhverfi og það á ekkert síður við skólakerfið en önnur samfélagskerfi. Þegar við vitum hvað við höfum og veltum fyrir okkur hvað við fáum kemur upp óöryggi og neikvæður samanburður. Jafnvel þótt við sjáum ávinning viljum við ekki sleppa takinu af því sem við höfum. Við viljum bæði sleppa og halda. Ef hagsmunirnir varða fleiri en okkur sjálf hættir okkur til að setja okkur sjálf í öndvegi og gera jafnvel lítið úr öðrum, færni þeirra og tilkalli. Þau drög sem nú liggja fyrir að breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum eru ekki gallalaus og mikilvægt er að lagfæra í samráðsferlinu ýmislegt sem betur má fara. Hins vegar eru í drögunum breytingar sem ber að fagna og munu skapa öflug tækifæri til framþróunar skólastarfs á öllum skólastigum, tækifæri sem við megum illa við að glata. Eitt leyfisbréf til kennslu mun vonandi auka flæði kennara milli skólastiga þar sem sértæk hæfni kennara, sem hingað til hafa að mestu haldið sig á einu skólastigi, mun efla fjölbreytileika og fagmennsku á öðrum skólastigum. Þeir múrar sem í dag eru á milli skólastiga munu rofna og leiða til aukinnar samvinnu þvert á skólastig. Fagkennsla greina mun eflast þar sem þörf er á og kennsluhættir verða fjölbreyttari á öllum skólastigum. Aukin tengsl og samvinna milli skólastiga mun bæta þjónustu við nemendur og koma betur til móts við ólíkar þarfir mismunandi einstaklinga. Við ráðningar kennara á mismunandi skólastig munu skólastjórnendur á hverjum tíma ráða hæfustu umsækjendurna þar sem horft verður til hæfni í tengslum við það starf sem auglýst er hverju sinni og skólastarfið kallar á. Skólastjórnendum, sem bera faglega ábyrgð á skólastarfi hvers skóla, verður að vera treystandi til þess að horfa til þeirrar sérhæfingar sem kallað er eftir hverju sinni og ráða hæfasta fólkið. Þá þarf stöðugt að hafa í öndvegi þær skýru lagareglur gilda um ráðningu opinberra starfsmanna. Drög að nýju frumvarpi til laga um menntun og ráðningu kennara á mismunandi skólastigum steypir ekki alla í sama mót heldur undirstrikar mikilvægi sértækrar hæfni kennara. Margbreytileikinn er viðfangsefni allra skóla, óháð aldri nemenda. Honum verður aðeins mætt með öflugri samvinnu kennara og víðtækri sérfræðikunnátta, bæði á sviði faggreina og kennslu- og uppeldisfræði. Okkur ber skylda til að mæta nemendum okkar á forsendum þeirra. Þá skyldu uppfyllum við best í trausti á hvert annað. Trausti á stjórnendur, trausti á kennara og trausti á kennara framtíðarinnar sem með útgáfu eins leyfisbréfs hafa tækifæri til að þróa með háskólum þær áherslur og þær bjargir sem öflugt skólakerfi í fremstu röð þarf á að halda. Höfundar: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennaraÞorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun