Viðskiptavinir WOW air deila hrakförum og góðum ráðum í hópum á Facebook Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 22:26 WOW air varð gjaldþrota í gær og margir telja sig hlunnfarna af viðskiptum við flugfélagið. Vísir/vilhelm Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira
Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33
Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30