Viðskiptavinir WOW air deila hrakförum og góðum ráðum í hópum á Facebook Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 22:26 WOW air varð gjaldþrota í gær og margir telja sig hlunnfarna af viðskiptum við flugfélagið. Vísir/vilhelm Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33
Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun