Hvað er líkt með bankahruninu og falli WOW? Þórir Garðarsson skrifar 29. mars 2019 10:34 Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Tengdar fréttir Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun