Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2019 23:06 Lítið sem ekkert hefur heyrst frá WOW air í dag um stöðu félagsins, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Vísir/Vilhelm Ekkert bólar á nýjum upplýsingum frá forsvarsmönnum WOW air um stöðu flugfélagsins þrátt fyrir fyrirheit um annað. Forsvarsmenn félagsins hafa ekki tjáð sig um gang mála þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu til þess að ná tali af þeim.Í tilkynningu sem félagið gaf frá sér í gær, þar sem sagt var frá því að unnið væri að því að breyta skuldum félagsins í hlutafé, var greint frá því að nánari upplýsingar yrðu veittar í dag. Félagið hefur þó ekki veitt neinar nánari upplýsingar um gang mála ef frá er talið svar Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, við fyrirspurn fréttastofu fyrr í dag þar sem hún sagði að unnið væri náið með kröfuhöfum og leigusölum félagsins. Þá verði flogið samkvæmt áætlun á morgun.Fyrr í dag var tilkynnt um að kröfuhafar WOW hefðu fundað um að breyta skuldum félagsins í hlutabréf 49 prósenta í félaginu, og að hin 51 prósentin yrðu boðin til kaups í kjölfarið. Áætlað væri að sá hlutur yrði seldur á um 40 milljónir dollara, eða fimm milljarða íslenskra króna. Þessar fregnir hafa ekki fengist staðfestar af fulltrúum WOW þrátt fyrir ítrekar tilraunir í kvöld en heimildir fréttastofu herma þó að kröfuhafar hafi tekið vel í þessar fyrirætlanir. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Kröfuhafar sagðir fylgjandi umbreytingu skulda WOW air í hlutafé Unnið sé að því að safna staðfestingum svo hægt sé að hefja ferlið. 25. mars 2019 21:32 Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Ekkert bólar á nýjum upplýsingum frá forsvarsmönnum WOW air um stöðu flugfélagsins þrátt fyrir fyrirheit um annað. Forsvarsmenn félagsins hafa ekki tjáð sig um gang mála þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu til þess að ná tali af þeim.Í tilkynningu sem félagið gaf frá sér í gær, þar sem sagt var frá því að unnið væri að því að breyta skuldum félagsins í hlutafé, var greint frá því að nánari upplýsingar yrðu veittar í dag. Félagið hefur þó ekki veitt neinar nánari upplýsingar um gang mála ef frá er talið svar Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, við fyrirspurn fréttastofu fyrr í dag þar sem hún sagði að unnið væri náið með kröfuhöfum og leigusölum félagsins. Þá verði flogið samkvæmt áætlun á morgun.Fyrr í dag var tilkynnt um að kröfuhafar WOW hefðu fundað um að breyta skuldum félagsins í hlutabréf 49 prósenta í félaginu, og að hin 51 prósentin yrðu boðin til kaups í kjölfarið. Áætlað væri að sá hlutur yrði seldur á um 40 milljónir dollara, eða fimm milljarða íslenskra króna. Þessar fregnir hafa ekki fengist staðfestar af fulltrúum WOW þrátt fyrir ítrekar tilraunir í kvöld en heimildir fréttastofu herma þó að kröfuhafar hafi tekið vel í þessar fyrirætlanir.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Kröfuhafar sagðir fylgjandi umbreytingu skulda WOW air í hlutafé Unnið sé að því að safna staðfestingum svo hægt sé að hefja ferlið. 25. mars 2019 21:32 Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Kröfuhafar sagðir fylgjandi umbreytingu skulda WOW air í hlutafé Unnið sé að því að safna staðfestingum svo hægt sé að hefja ferlið. 25. mars 2019 21:32
Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07
Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun