Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. mars 2019 06:00 Helgi fékk kosningarétt sinn staðfestan í Hæstarétti. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30