Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. mars 2019 06:00 Helgi fékk kosningarétt sinn staðfestan í Hæstarétti. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30