Meistararnir reiðir dómaranum eftir tap í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 09:30 Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115 NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira