Edda Rut Björnsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og samskiptastjóri Eimskips. Hún tekur við starfinu af Ólafi William Hand sem var sagt upp hjá fyrirtækinu í janúar.
Í tilkynningu frá Eimskip segir að Edda Rut hafi tuttugu ára reynslu af vinnumarkaði. „Hún starfaði í upplýsingatæknigeiranum um árabil en síðustu 12 àr hefur hún starfað hjá Íslandsbanka m.a. í markaðsdeild en nú síðast sem forstöðumaður á Fyrirtækja- og fjárfestasviði bankans. Þar hefur hún m.a. unnið að markaðsmálum, viðburðum, vöruþróun, upplýsingatækni ásamt sölu- og þjónustumálum gagnvart stærstu viðskiptavinum bankans,“ segir í tilkynningunni.
Edda Rut er með BSc. í viðskiptafræði með áherslu á tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er gift Tryggva Björnssyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjórar dætur.
Edda Rut nýr markaðs- og samskiptastjóri Eimskips

Tengdar fréttir

Ólafi William Hand sagt upp hjá Eimskip
Ólafi William Hand hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Eimskips í um áratug.