Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 10:53 Þorsteinn Víglundsson hefur miklar áhyggjur af stöðu Seðlabanka Íslands í ljósi nýrra samninga. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“ Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45