Lögregluna á Suðurlandi svipti í tvo erlenda ferðamenn ökuréttindum á Mýrdalssandi í gær. Þeir voru í samfloti á tveimur bílum og mældust á 163 kílómetra hraða. Farþegar tóku við akstrinum en ökumennirnir misstu ökuréttindi í tvo mánuði.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi ellefu ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur á Mýrdalssandi og við Vík í Mýrdal í gær. Þar var um að ræða sex erlenda ferðamenn og fimm Íslendinga. Ökumenn voru mældir á 142, 141 og 136 kílómetra hraða og þar að auki ók einn á 95 kílómetra hraða í gegnum Vík, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.
Samtals munu þessir ellefu ökumenn greiða rúmlega eina milljón króna í sekt. Aðrir tíu ökumenn væru kærðir fyrir hraðakstur annars staðar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi í gær.
